Ákvæði og skilmálar - VIÐAUKI 1

Tilvik lögaðila Skilgreining
Innlimun Innlimun er ákveðin tegund samruna þar sem samsetning tveggja eða fleiri fyrirtækja rennur inn í „núverandi fyrirtæki“. Komi til innlimunar, stendur aðeins eitt fyrirtæki eftir og öll önnur tapa sínum auðkennum.
Breyting á lögheiti Breyting á lögheiti lögaðila.
Breyting á vöruheiti eða viðskiptaheiti Breyting á vöruheiti eða viðskiptaheiti lögaðilans.
Breyting á lögheimilisfangi Breyting á lögheiti lögaðila.
Breyting á heimilisfangi höfuðstöðva Breyting á heimilisfangi höfuðstöðva lögaðilans.
Breyting á lögformi Breyting á lögformi lögaðilans.
Samrunar og yfirtökur Sameining lögaðila eða eigna í gegnum ýmis konar fjármálaviðskipti, þar á meðal samruna, yfirtökur, sameiningar, útboð, kaup á eignum og kaup stjórnar.
Uppskipti og aðskilnaður Úthlutun verðbréfa sem gefin eru út af öðrum lögaðila. Dreifð verðbréf geta annaðhvort verið frá lögaðila sem er nýlega stofnaður eða er þegar til. Til dæmis aðskilnaður, uppskipti, aukið aðgengi, sala.
Yfirtaka á alþjóðlegu útibúi Yfirtökulögaðili kaupir alþjóðlegt útibú.
Ummyndun alþjóðlegs útibús í dótturfyrirtæki Framsal allra eigna og skuldbindinga lögaðilans í tengslum við alþjóðlegt útibú til nýrra útibúsaðila í skiptum fyrir framsal á verðbréfum sem standa fyrir höfuðstól þess dótturfyrirtækis sem tekur við framsalinu.
Ummyndun dótturfyrirtækis í alþjóðlegt útibú Framsal allra eigna og skuldbindinga dótturfyrirtækis til alþjóðlegs útibúsaðila í skiptum fyrir framsal á verðbréfum frá lögaðilanum sem útibúið tilheyrir, sem standa fyrir höfuðstól þess alþjóðlega útibúsaðila sem tekur við framsalinu.
Regnhlífarsjóður breytir uppbyggingu sinni í sjálfstæðan sjóð Breyting á lögformi úr uppbyggingu sjóðs lögaðila með fleiri en einn undirsjóð/hólf í uppbyggingu sjóðs lögaðila án undirsjóða/hólfa.
Gjaldþrot Lagaleg staða lögaðila sem er ófær um að greiða lánardrottnum. Gjaldþrot felur vanalega í sér formlegan úrskurð dómstóls. Verðbréf geta orðið verðlaus.
Gjaldþrotaskipti Úthlutun reiðufés eða eigna lögaðila eða hvort tveggja. Hægt er að greiða skuldir á grundvelli forgangskrafna til eigna sem verðbréfin tilgreina.
Sjálfvalin tilhögun Ferli sem gerir lögaðila kleift að gera upp skuldir með því að greiða aðeins hluta þeirrar upphæðar sem hann skuldar lánardrottnum eða komast að annars konar samkomulagi við lánardrottna varðandi greiðslu á skuldum hans.
Ógjaldfærni Framlagning úrskurðar eða tilskipunar dómstóls, umboðsaðila eða eftirlitsaðila sem hefur lögsögu í skipun á fjárvörsluaðila við gjaldþrot eða álíka embættisaðila fyrir slíkan aðila í ógjaldfærni, endurskipulagningu skulda, niðurröðun eigna og skuldbindinga eða svipuðum málarekstri, eða fyrir slit eða gjaldþrotaskipti viðkomandi máls.
Slit aðila, þar á meðal alþjóðlegra útibúa og dótturfyrirtækja (i) Sjálfviljug stöðvun reksturs, (ii) almenn úthlutun fyrir hönd lánardrottna lögaðilans eða (iii) öll önnur gjaldþrotaskipti, upplausn eða slit lögaðilans (þar á meðal tilvik greiðslugetu), hvort sem er sjálfviljug eða ekki.
Upplausn (fyrir alla eftirstandandi aðila og fyrir alla nýja lögaðila sem eru myndaðir sem hluti af skilmálum slitanna) Upplausn er aðgerð félags þar sem eitt félag klofnar í tvö eða fleiri óháð fyrirtæki, í aðskildum rekstri. Löggjafar geta einnig gefið tilskipanir um upplausn á fyrirtækjum vegna varna gegn einokun og hringamyndun.