Ákvæði og skilmálar

ÚTGÁFA 22. SEPTEMBER 2021
1. AFHENDING ÞJÓNUSTU

Sænska einkahlutafélagið Nordic Legal Entity Identifier AB, (hér eftir „NordLEI“) með fyrirtækjanúmer 556708-1699 er viðurkenndur rekstraraðili (Legal Operating Unit) innan GLEIS-kerfisins (Global Legal Entity Identifier System). NordLEI veitir skráningaraðilum („notanda“ eða „notendum“) sínum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum LEI-þjónustu.

NordLEI vinnur úr og áframsendir upplýsingar varðandi LEI-skráningu og umsjón í gegnum vefgátt NordLEI (www.nordlei.org) og/eða hópsendingu umsókna. Vefgátt NordLEI og hópsending umsókna tekur til allra upplýsinga (viðmiðunargagna) sem nauðsynlegar eru fyrir LEI-skráningu. Auk þessa heldur NordLEI utan um notendareikninga og innheimtugögn er varða beint samband fyrirtækisins við notandann.

Persónuverndarstefna okkar tilgreinir nánar hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum og hvernig við tryggjum persónuvernd þína þegar þú notar þjónustu okkar. Um leið og þú samþykkir þessa skilmála ertu samþykk(ur) úrvinnslu allra persónuupplýsinga eins og tilgreint er í persónuverndarstefnu okkar.

Í öllum tilvikum þegar merkingarmunur verður á milli upprunalegu útgáfunnar á ensku og þýðinga á þessum skilmálum, skal upprunalega enska útgáfan ávallt gilda.

2. VERÐ OG REIKNINGAGERÐ

NordLEI mun innheimta stöðluð gjöld af viðskiptavinum eins og lýst er nánar hér á eftir.

Nánari upplýsingar um verð á frumskráningu LEI-kóða eða árlegri endurnýjun LEI-kóða er að finna á verðsíðu NordLEI, www.nordlei.org/support-pricing og skal notandi greiða gjaldið um leið og viðkomandi hefur lagt fram pöntun. NordLEI heldur ógreiddum pöntunum opnum í 30 daga í mesta lagi en eftir það teljast slíkar pantanir vera fallnar úr gildi. NordLEI sendir notandanum eingöngu PDF-skjöl með pöntunarstaðfestingum og kvittunum í tölvupósti. NordLEI mun senda notandanum áminningu um að endurnýja LEI-kóðann áður en 12 mánaða gildistíminn rennur út.

LEI-kóði rennur út ef hann er ekki endurnýjaður og verður þar með hvorki nothæfur við lögbundnar tilkynningar né í öðrum tilgangi. Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) staðfesti þann 24. október 2014 að ekki verði tekið við útrunnum LEI-kóðum við lögbundnar tilkynningar samkvæmt EMIR.

NordLEI bætir við virðisaukaskatti eftir því sem við á, í samræmi við sænskar virðisaukaskattsreglur um þjónustu í Svíþjóð, ESB-ríkjum og öðrum löndum. NordLEI reiðir sig á VSK-númer og innheimtugögn borgunaraðilans („greiðandans“) sem notandinn skráir, sem kunna að vera frábrugðin gögnum LEI-hafans. NordLEI útvegar ekki aðrar gerðir af skattavottorðum, VSK-fyrirspurnum eða viðlíka.

Sé greiðandinn skráður í ESB-aðildarríki mun NordLEI staðfesta, að því marki sem hægt er, að ESB VSK-númerið sé til og í gildi. Sé notanda ófært að framvísa ESB VSK-númeri við skráningu innheimtir NordLEI fullan sænskan virðisaukaskatt við greiðslu, eða 25%. Þegar notandi getur látið í té gilt ESB VSK-númer skal greiðandi bera ábyrgð á greiðslu VSK á hverjum stað í samræmi við reglur um skattskylda VSK-veltu. Pöntunarstaðfestingin og kvittunin inniheldur allar nauðsynlegar ESB VSK-upplýsingar.

Skráningaraðili (notandi) samþykkir rafræna miðlun pöntunarstaðfestinga og kvittana fyrir eigin hönd og fyrir hönd þeirra móttakenda reikninga sem hann skráir í vefgátt NordLEI eða í hópskráaferlinu.

Greiðandi skal inna af hendi greiðslu samstundis í samræmi við móttekna pöntunarstaðfestingu til að ekki verði töf á útgáfu eða endurnýjun LEI-kóðans. Greiðandinn getur reitt af hendi greiðslu í eftirfarandi gjaldmiðlum: USD, EUR, SEK, DKK, GBP eða NOK. Til að taka af allan vafa er full greiðsla skilgreind sem nettóupphæð sem greidd er til NordLEI utan skatta, bankagjalda, gjaldeyrisskiptaþóknunar og millifærslugjalda.

Hafi NordLEI ekki borist full greiðsla í samræmi við pöntunarstaðfestinguna áskilur NordLEI sér rétt til að fjarlægja pöntunina.

NordLEI sendir allar pöntunarstaðfestingar og kvittanir sem PDF-skjöl í tölvupósti. Kvittanir innihalda innheimtugögn og upplýsingar sem notandinn lét í té við skráningu í vefgátt NordLEI eða sniðmátinu fyrir runuvinnslu.

NordLEI kann að endurskoða árlega gjaldskrá fyrirtækisins og ákvarða ný gjöld að eigin geðþótta.

3. ÁREIÐANLEIKAKÖNNUN OG NOTKUN LEI

Réttur aðila til að sækja um og fá LEI-skráningu er skilgreindur á víðan hátt í tilmælum 8 í meginreglum um rekstraraðila, sem hægt er að nálgast á http://www.financialstabilityboard.org/publications/r_120608.pdf. Í flestum tilfellum er áreiðanleikakönnun á aðila sem er skráður í fyrirtækjaskrá (eða sambærilegri skrá) einfalt ferli þar sem notast er við upplýsingar frá opinberum aðilum. Þó kunna aðilar, sem ekki hafa sérstaka stöðu sem lögaðili samkvæmt lögum og reglum viðkomandi lagaumdæmis, að sækja um LEI-skráningu. Þeim kann að vera heimilt að fá sérstaka LEI-skráningu að uppfylltum fullnægjandi skilyrðum fyrir því að teljast fjárhagslegir mótaðilar sem lúta upplýsingaskyldu (samkvæmt EMIR, Dodd-Frank Act eða álíka löggjöf), t.d. eru sjóðir, ríkisstofnanir og sveitarfélög sem geta stundað sjálfstæð fjármálaviðskipti gjaldgeng til LEI-skráningar.

4. SKYLDUR NOTANDANS

Notandinn ber ábyrgð á nákvæmni tilvísunargagnanna. Þetta er raunin í öllum tilfellum, hvort sem notandinn sækir um fyrir eigin hönd, fyrir hönd tengds aðila eða er umboðsaðili. Með því að senda viðmiðunargögnin ábyrgist notandinn að gögnin séu rétt og eigi við um LEI-skráningarferlið.

Notandinn sem útbýr umsóknina staðfestir að hann sé opinber fulltrúi lögaðilans, annaðhvort starfsmaður eða stjórnandi fyrirtækisins eða fulltrúi tengds aðila (svokölluð aðalskráning). Í sérstökum tilfellum kann NordLEI að biðja um frekari gögn eftir því sem þurfa þykir.

Fulltrúar sem annast skráningu fyrir hönd þriðja aðila (aðstoð við skráningu) skulu hafa til þess leyfi, t.d. skriflegt umboð, leyfi samkvæmt almennum ákvæðum eða sambærileg lagaleg úrræði. Notandi ábyrgist að þetta leyfi sé til staðar þegar LEI-umsókn er skráð í vefgátt NordLEI og/eða með runuvinnslu. NordLEI hefur rétt á að biðja um frekari gögn eftir því sem þurfa þykir.

NordLEI áskilur sér rétt til að fara fram á frekari skriflegar/skannaðar upplýsingar frá LEI-umsækjandanum (notandanum), t.d. upplýsingar til staðfestingar á því að þriðji aðili sem annast skráningu hafi til þess tiltekin leyfi.

Skráningaraðilinn (notandinn) er skyldugur til þess að tilkynna NordLEI um allar breytingar á skráðum aðila sem útheimta breytingar á LEI-viðmiðunargögnunum, t.d. vegna samruna, slita, kaupa eða annarra breytinga sem verða á félaginu og gætu haft raunveruleg eða hugsanleg áhrif á LEI-kóðann og/eða LE-RD. Þetta skal gera með stöðugum hætti og í samræmi við árlega uppfærslu og endurstaðfestingu á LEI-viðmiðunargögnum.

NordLEI þarf hugsanlega að breyta LE-RD samkvæmt gildandi lögum eða innri reglum rekstraraðila.

Skráningaraðilinn (notandinn) skal tryggja að LEI-umsóknin sé einkvæm og vera meðvitaður um að einungis er hægt að úthluta einum (1) LEI-kóða, þ.e. bannað er að leggja fram beiðni um annan LEI-kóða hjá NordLEI eða öðrum starfsstöðvum þess. Ef áreiðanleikakönnun leiðir í ljós að annað LEI-númer hefur verið skráð (eða skráning er væntanleg) verður beiðni notandans hafnað. Frumskráningargjöld verða þó innheimt til að greiða fyrir þá vinnu sem NordLEI hefur innt af hendi.

Aðilar sem hafa heimild til undirskriftar fyrir hönd lögaðila skulu skrá dagsetningu og undirrita allar upplýsingar, umsóknir og beiðnir sem sendar eru til NordLEI.

Notandinn skal endurskoða LE-RD sitt a.m.k. einu sinni á ári til að staðfesta nákvæmni þess.

Notandinn gerir sér grein fyrir því að útgáfa LEI-kóða og árleg endurnýjun hans fer fram samkvæmt kröfum GLEIF.

Notandinn skal reiða af hendi ársgreiðslu fyrir endurmat og endurnýjun á LEI-kóðanum.

Notandinn gerir sér grein fyrir að GLEIF áskilur sér rétt til að krefjast millifærslu á LEI-kóða yfir til annars rekstraraðila.

Notandinn gerir sér grein fyrir að NordLEI þarf hugsanlega að breyta LE-RD samkvæmt gildandi lögum eða innri reglum rekstraraðila.

5. SKYLDUR NORDLEI

NordLEI mun sannreyna að gögnin sem notandinn leggur fram séu fullnægjandi. Slíkt felur í sér staðfestingu á því að umsóknaraðili sé raunverulegur með því að nota opinberar upplýsingar, t.d. skráningu í fyrirtækjaskrá, opinberar heimasíður og opinber skjöl.

NordLEI snýr sér til notandans þegar umsóknir eru ófullnægjandi eða leitar frekari upplýsinga til staðfestingar á aðilanum þegar opinberar heimildir duga ekki til.

NordLEI gerir viðeigandi ráðstafanir til að ganga úr skugga um að enginn LEI-kóði hafi verið gefinn út af öðrum rekstraraðila fyrir sama lögaðila.

Lögaðilinn hefur rétt á að biðja um millifærslu LEI-kóða til annars rekstraraðila (sem lögaðilinn tilgreinir sérstaklega) og/eða heimila öðrum rekstraraðila að biðja um slíka millifærslu fyrir sína hönd. Engin gjöld verða innheimt fyrir slíka millifærslu.

Þriðji aðili kann að gera athugasemd við LE-RD. Í slíkum tilvikum hefur NordLEI samband við notandann og staðfestir andmælin. Andmælin kunna að vera samþykkt og birt, leiðrétt og birt eða þeim hafnað.

6. ALMENNAR UPPLÝSINGAR

LEI-umsækjandinn/framsalshafinn samþykkir að öll opinber viðmiðunargögn sem NordLEI aflar sér og móttekur við skráninguna og í áreiðanleikakönnuninni séu samstundis birt og hægt sé að leita að þeim í vefgáttum NordLEI og GLEIF, eftir því sem við á.

Í tilvikum þegar fulltrúi lögaðila finnur rangar eða falsaðar upplýsingar meðal opinberra gagna NordLEI skal senda tölvupóst á support@nordlei.org til að hægt sé að kanna málið frekar.

7. ÁKVÆÐI OG UPPSÖGN

Samningurinn sem er stýrt af þessum skilmálum skal gilda þar til annaðhvort notandinn eða NordLEI eru leyst upp eða á annan hátt hætta rekstri sínum (að öllu leyti eða aðeins sem rekstraraðili). Uppsagnaraðili skal leggja fram skriflega tilkynningu um uppsögn og skal hljóta staðfestingu móttöku af aðilanum sem ekki segir upp samningnum.

Uppsögn kemur til greina í eftirfarandi tilvikum: (i) við millifærslu LEI-kóða notandans til annarar, staðbundinnar starfsstöðvar eða til GLEIF, (ii) notandi missir stöðu sína sem lögaðili með LEI-kóða, (iii) LEI-kóðinn er felldur niður vegna þess að notandi uppfyllir ekki kröfur við endurmat.

Uppsögn kann að taka strax gildi í tilvikum þegar um er að ræða (i) alvarleg eða endurtekin brot á samningstengdum skyldum sem ekki er unnt að bæta, eða bótum hefur verið hafnað þrátt fyrir viðunandi bótatímabil, eða (ii) í tilvikum þegar aðalsamningur NordLEI við GLEIF er sagt upp (án bótaskyldu af hálfu NordLEI vegna nokkurs tjón sem hlýst af slíkri uppsögn).

8. ALMENNT

Frekari upplýsingar um endurgreiðslustefnu NordLEI er að finna á www.nordlei.org/refund-policy.

Ákvæðin og skilmálarnir geta verið uppfærðir hvenær sem er. Greint verður frá verulegum breytingum í fréttahlutanum á heimasíðu NordLEI. Notendum þjónustu NordLEI ber lögum samkvæmt að fylgja ávallt þessum ákvæðum og skilmálum.

Þessir skilmálar ásamt öllum viðaukum þeirra skulu gilda á ensku. Í öllum tilvikum þegar merkingarmunur verður á milli upprunalegu útgáfunnar á ensku og þýðingu textans, skal upprunalega enska útgáfan ávallt gilda. Allar tilkynningar samkvæmt þessum skilmálum skulu vera á ensku.

Þjónusta NordLEI lýtur sænskum lögum og allur málarekstur fer fram fyrir sænskum dómstólum.