Endurgreiðslustefna

Dagsetning skoðunar: 30. september 2022

Þær skilgreiningar sem kveðið er á um í ákvæðum og skilmálum gilda.

Umsókn notanda er bindandi þegar NordLEI hefur móttekið hana.

NordLEI mun bíða eftir greiðslu frá notanda áður en umsóknin er afgreidd.

Notandinn á eingöngu rétt á endurgreiðslu (fyrir sína hönd eða skráðs greiðanda) ef notandinn hefur dregið umsókn sína til baka áður en NordLEI hefur hafið afgreiðslu á umsókninni, óháð vörutegund (LEI til eins árs eða fleiri, útgáfa eða endurnýjun).

Ef notandinn flytur LEI(ð) sitt til annars LOU og NordLEI hefur innheimt greiðslu fyrir komandi endurnýjun er engin endurgreiðsla greidd.

Hafi notandinn greitt með korti og ekki meira en 5 dagar hafa liðið, verður endurgreiðslan framkvæmd með Nets. Engin endurgreiðsla er í boði með Nets ef 5 dagar eru liðnir eða ef greiðslan var reidd af hendi með bankamillifærslu. NordLEI mun þá biðja um endurgreiðsluupplýsingar frá notandanum. NordLEI mun leitast við að endurgreiða rétthafandi notanda innan 14 daga frá móttöku á afturköllun umsóknar og, ef við á, endurgreiðsluupplýsingum. Greiðslukvittun verður kreditfærð þegar greiðsla hefur verið framkvæmd.

Þessi endurgreiðslustefna lýtur sænskum lögum.