Persónuverndarstefna

Gildistökudagur: 8. mars 2018

Nordic Legal Entity Identifier AB gæti endrum og eins breytt þessari persónuverndarstefnu.

Þessi yfirlýsing setur fram persónuverndarstefnur Nordic Legal Entity Identifier AB (NordLEI) („persónuverndarstefna“) sem taka til notkunar og birtingar á tilteknum persónuupplýsingum sem við söfnum á vefsvæði okkar (þessu „vefsvæði“). Með því að nota þetta svæði eða með því að senda persónuupplýsingar til okkar, samþykkir þú söfnun okkar og notkun á slíkum gögnum í samræmi við þessa persónuverndarstefnu.

1. Upplýsingar sem við söfnum og notum

Við söfnum upplýsingum í tengslum við veitingu eða mögulega veitingu þjónustu, þar á meðal, til dæmis að skrá, leita að núverandi, viðhalda eða sannreyna upplýsingar um auðkenni lögaðila (LEIs). Persónuupplýsingar sem við söfnum og tengjast notendum NordLEI fela í sér, en takmarkast ekki við:

Skírnar- og föðurnafn,
Netföng,
Innskráningarupplýsingar,
Sannvottunarspurning og svar,
Land og æskilegt tungumál.

Það kann að vera að við söfnum, notum, flytjum og vinnum á annan hátt með persónuupplýsingar þínar (eins og tengiliðaupplýsingar, innskráningarupplýsingar (notandaauðkenni og aðgangsorð), og IP-tölu) í tengslum við afhendingu á vörum okkar og þjónustu, sem og að uppfylla lagalegar skyldur okkar.

NordLEI eða útnefndur þjónustuveitandi getur notast við vefspor, netþjónsskráningar, vefvita eða aðrar rafrænar aðferðir við að safna upplýsingum um þig, eins og IP-tölu, tegund vafra, tungumáli, stýrikerfi, verkvangi eða því fylki eða ríki sem aðgangur þinn að svæðinu er upprunninn frá. NordLEI eða útnefndur þjónustuveitandi getur einnig notast við vefspor, netþjónsskráningar, vefvita eða aðrar rafrænar leiðir við að safna og vistþýða tölfræðilegar og aðrar upplýsingar um notkun þína á þessu svæði og þá þjónustu sem þar er veitt, eins og heimsótt vefsvæði, dagsetningu og tíma heimsóknar þinnar, síðustu vefsvæði sem þú heimsóttir áður og strax eftir að þú fórst á svæðið, fjöldi smella þinna á svæðinu, þá virkni sem þú notaðir á svæðinu, gagnasöfn sem þú skoðaðir og framkvæmda leit á svæðinu, gögn sem þú vistar á eða halar niður af svæðinu, o.s.frv.

Vefspor eru litlar textaskrár sem settar eru á tölvuna þína. Flestir vafrar eru sjálfkrafa stilltir þannig að þeir geta tekið við vefsporum. Ef þú vilt getur þú yfirleitt stillt vafrann þinn þannig að slökkt sé á vefsporum eða að þér sé gert viðvart þegar vefspor eru send. Hjálparmöguleikar á flestum vöfrum hafa að geyma leiðbeiningar um hvernig eigi að stilla vafrann þinn þannig að hann geri þér viðvart áður en vefspor eru samþykkt eða að alfarið sé slökkt á vefsporum. Athugaðu hins vegar að þetta svæði mun ekki virka sem skyldi ef slökkt er á vefsporum.

Við söfnum einnig almennum gögnum er lúta að gestum og vinnum því með IP-tölur, sem og upplýsingar varðandi síðuupplausn, tegund vafra og vafrahegðun gesta. Í þessu felst meðal annars fjöldi gesta og fjöldi smella á ákveðnum síðum. Þessum gögnum er safnað og þær notaðar til að bæta þjónustu okkar, sem og vefsvæði okkar.

Ef þú stillir vafrann þinn á að samþykkja vafrakökur og heimsækir síðuna okkar, samþykkir þú notkun okkar og notkun þeirra er veita okkur þjónustu á vafrakökum á þessu vefsvæði.

Hægt er að breyta stillingum vafra og gera vafrakökur óvirkar viljir þú ekki vista þær í tölvu þinni, fartæki eða spjaldtölvu. Vafrakökurnar er að finna víða á vefsvæðinu og hafir þú gert þær óvirkar kemur það í veg fyrir að þú getir notað tiltekna hluta svæðisins.

Við notum eftirfarandi fótspor:

Þjónusta: Zendesk spjall
Heiti fótspors: _zendesk_cookie
Heiti í staðbundinni geymslu: ZD-suid, ZD-buid, ZD-store
Tilgangur: Þetta fótspor er notað til að virkja spjall á vefsvæðinu okkar. Gögn eru vistuð til að fylgjast með hegðun notenda og vista upplýsingar um fyrri heimsóknir og spjall.

Þjónusta: Hotjar
Heiti fótspors: _hjKB, _BEAMER_LAST_UPDATE_zeKLgqli17986, _hjid
Tilgangur: Þetta fótspor er notað til að safna upplýsingum um hvernig gestir nota vefsvæðið okkar. Við notum upplýsingarnar til að setja saman skýrslur og hjálpa okkur að bæta vefsvæðið. Fótsporin safna upplýsingum á nafnlausu sniði.

Þjónusta: Google Analytics
Heiti fótspors: _gid, _gat_UA-43988977-1, _gac_UA-43988977-1, _ga
Tilgangur: Þetta fótspor er notað til að safna upplýsingum um hvernig gestir nota vefsvæðið okkar. Við notum upplýsingarnar til að setja saman skýrslur og hjálpa okkur að bæta vefsvæðið. Fótsporin safna upplýsingum á nafnlausu sniði.
Google meðhöndlar persónuupplýsingar þínar á eftirfarandi hátt: https://policies.google.com/privacy?hl=en-US

Þjónusta: NordLEI
Heiti fótspors: nordlei
Tilgangur: Þetta fótspor er notað til að geyma lotuupplýsingar og virkja notkun á þjónustu okkar, t.d. til að skrá sig inn og haldast innskráð(ur) meðan á lotunni stendur. Upplýsingar eru aðeins vistaðar í fótsporinu meðan á lotunni stendur.

2. Upplýsingar sem við deilum

Upplýsingum getur verið deilt með þjónustu þriðja aðila til að veita þjónustu okkar, t.d. með tilliti til hýsingar á upplýsingatæknikerfi okkar. Enn fremur, ef þú skráir þig á vefsvæði okkar felur ákveðin virkni í sér skráningargjald. Þegar greitt er kann að vera að við beinum þér á vefsvæði þriðja aðila sem meðhöndlar greiðsluna. Við berum ekki ábyrgð á öryggisverklagi vefsvæða sem við veitum ekki né stýrum. Við mælum með að þú lesir persónuverndaryfirlýsingar eða stefnur þessara þriðju aðila til að skilja upplýsingastefnur þeirra. Við gætum einnig deilt upplýsingum og skrám sem við höldum utan um með eftirlitsaðilum eða öðrum opinberum aðilum í fjármálageiranum og þegar brugðist er við réttartilskipunum eða opinberum beiðnum, eins og frá löggæsluaðilum og embættismönnum.

3. Upplýsingavarnir

Við höfum á að skipa upplýsingaöryggisáætlun þar sem tilgreindir eru staðlar sem viðhalda stjórnunarlegum, tæknilegum og raunlægum vörnum sem verja persónuupplýsingar gegn óviljandi, ólöglegri eða óleyfilegri eyðingu, tjóni, breytingu, aðgangi, birtingu eða notkun.

4. Gagnaflutningur

Þjónustuveitendur þriðja aðila geta verið staðsettir í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem mögulega er ekki sama gagnavernd fyrir hendi og innan Evrópska efnahagssvæðisins. Persónuupplýsingar geta sem slíkar verið fluttar til landa annarra en þeirra þar sem upplýsingunum var upphaflega safnað („upprunaland“). Þegar við flytjum upplýsingar þínar til annarra landa, verndum við þær upplýsingar eins og lýst er í þessari persónuverndarstefnu, með fylgni við samþykktir innan fyrirtækisins eða aðrar samþykktir, og/eða í samræmi við viðeigandi lög.

5. Gagnageymsla

Persónuupplýsingar sem þú sendir til okkar eru aðeins geymdar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem þeim var upphaflega safnað.

6. Einstaklingsréttindi

Þú hefur rétt til þess að biðja okkur að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingar við höfum um þig og/eða biðja um að slíkar upplýsingar séu leiðréttar, bætt við þær, þeim eytt eða lokað fyrir þær. Sendið allar slíkar beiðnir á: Nordic Legal Entity Identifier AB við Kungsgatan 56, 111 22 Stockholm, SWEDEN eða dpo@nordlei.org.

7. Uppfærslur á persónuverndarstefnu okkar

Þessi persónuverndarstefna gæti verið uppfærð reglulega og þar sem lög leyfa, án fyrirvara, til að endurspegla breytingar á upplýsingaverklagi okkar. Við munum gefa til kynna efst í stefnunni hvenær hún var síðast uppfærð.

8. Hafðu samband við okkur

Einstaklingar geta komið áhyggjum sínum eða málefnum á framfæri við viðeigandi gagnaverndaryfirvöld, hins vegar hvetjum við þig til að senda allar spurningar eða athugasemdir er varða persónuverndarstefnu okkar til: Nordic Legal Entity Identifier AB við Kungsgatan 56, 111 22 Stockholm, SWEDEN eða dpo@nordlei.org.