Aðstoð við skráningu

LEI-skráning fyrir hönd annarra lögaðila

NordLEI býður aðstoð við skráningarferlið fyrir þau sem vilja leita leiða til að greiða fyrir skráningarferli annarra. Þannig leyfir þjónustan að LEI-skráning sé gerð fyrir hönd þriðju aðila. Þetta er meðal annars, en einskorðast ekki við:

  • Móðurfélag sem sækir um LEI-númer fyrir hönd dótturfélaga
  • Sjóðafyrirtæki sem sækir um LEI-númer fyrir hönd sjóða sinna
  • Fjármálafyrirtæki sem leitast við að greiða fyrir LEI-skráningarferli viðskiptavina sinna og sér því um skráningu þeirra í krafti umboðs frá þeim.

Hægt er að einfalda vinnslu á ofangreindu enn frekar með því að nota hópskráningarþjónustu NordLEI. Þjónustan gerir viðskiptavinum kleift að senda inn gögn frá mörgum lögaðilum með því að nota Excel-sniðmát og forðast þannig tímafreka skráningu á hverjum fyrir sig í vefgáttinni.

Til þess að NordLEI geti samþykkt slíkar skráningar þurfa viðskiptavinir að gefa NordLEI öll þau gögn (t.d. undirritað umboð) sem beðið er um. Skráningaraðilar eru enn fremur beðnir um að gefa til kynna hvort LEI-umsókn sé fyrir hönd annarra á skráningarformunum (og á Excel-hópskráningarsniðmátinu) til að uppfylla áðurnefnda kröfu um nauðsynleg gögn. NordLEI tekur við slíkum samþykktum frá aðilunum sem LEI-skráningin er ætluð á öllum tungumálunum sem töluð eru á heimamörkuðum NordLEI, auk ensku.

Einn mikilvægur þáttur í skráningaraðstoðarþjónustu NordLEI er að greinarmunur er gerður á skráningaraðila og þeim sem er skráður og þannig tryggt að frekari samskiptum og meðhöndlun pöntunar sé beint til skráningaraðila (þegar þess er óskað).