Um GLEIS

Hvað er GLEIS?

GLEIS er skráningarkerfi fyrir lögaðila, sett á laggirnar að tillögu G20-ríkjanna, til þess að úthluta og viðhalda kennimerkjum lögaðila (LEI) á alþjóðagrundvelli. GLEIS er þrískipt:

Efsta stig - Eftirlitsnefnd (ROC) sem hefur yfirumsjón með kerfinu, skipuð fulltrúum fjármálaeftirlits í lögsagnarumdæmum víða um heim;

Miðstig - Miðlæg starfsemi á vegum Global Legal Entity Identifier Foundation (GLEIF), sem er svissnesk stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni;

Neðsta stig - Rekstrareiningar í hverju lögsagnarumdæmi (LOU), sem úthluta kennimerkjum lögaðila (LEI) . Starfsemi rekstrareininga er háð starfsleyfi og eftirliti GLEIF.

Hlutverk rekstrareiningar

Móttökurekstrareining er „andlit“ kerfisins þar sem tekið er á móti umsækjendum og beiðnum um kennimerki lögaðila. Hún gegnir tveimur mikilvægum meginhlutverkum: 1) að ganga úr skugga um að umsóknin sé einkvæm fyrir lögaðilann og að kennimerki lögaðila sé ekki þegar til staðar, 2) að staðfesta að upplýsingar um lögaðilann séu í samræmi við skráðar upplýsingar á stofnstað, svo sem í fyrirtækjaskrá.

Auk þess að úthluta nýjum kennimerkum lögaðila halda móttökurekstrareiningar utan um gögnin og sannreyna gögn lögaðila árlega (eða þegar aðgerð félags gefur tilefni til). NordLEI gefur einnig handhöfum færi á að flytja umsjón með úthlutuðum kennimerkjum lögaðila til/frá NordLEI.